Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:00 Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira