„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44
Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00