„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44
Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00