Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:43 Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. vísir/hanna Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Kuldapollur yfir Kanada sendir tvær lægðir til okkar nú í vikunni. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, fer að snjóa frá lægðinni á Suðausturlandi í kvöld og hún kemur síðan inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. „Það snjóar í einhverja klukkutíma en kannski ekki mjög lengi á hverjum stað. Til dæmis í höfuðborginni er útlit fyrir að það verði snjókoma seint í nótt, snemma í fyrramálið og svo fer það yfir í él. Þetta verður talsverður blástur á morgun en það fer að lægja í eftirmiðdaginn og þá gengur veðrið niður,“ segir Haraldur.Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Það er því vissara fyrir höfuðborgarbúa gefa sér meiri tíma í umferðinni í fyrramálið þar sem hún gæti gengið hægt í snjónum. Aðspurður hvort að lægðin muni hafa áhrif um allt land segir Haraldur svo vera. „Það er nóg af lausamjöl þannig að það er alls staðar einhver skafrenningur og mjög víða einhver snjókoma þó að það snjói ekki lengi á hverjum stað. Skafrenningurinn gerir það náttúrulega að verkum að færðin verður trúlega mjög erfið,“ segir Haraldur. Á miðvikudag er síðan von á annarri lægð með hvassri austanátt en Haraldur segir að úrkoma sem fylgi henni verði sennilega aðallega á austurhluta landi, Suðausturlandi og Austurlandi. Ekki sé útlit fyrir að það verði nein snjókoma að ráði vestanlands.En hvað veldur þessum lægðagangi nú? „Það er kuldapollur vestur af okkur, aðallega yfir Kanada og vestur af Grænlandi, sem stýrir dálítið lægðunum hingað til okkar,“ segir Haraldur. Það er síðan rólegra veður í kortunum síðari hluta vikunnar en spáin getur auðvitað breyst þegar líður á vikuna.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira