Fljúgandi hálka og hvassviðri bakar vandræði við Höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2018 11:38 Mikil hálka og hvassviðri er ekki góð blanda, Vísir/Friðrik Jónas Friðriksson Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar. „Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum. Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar. Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum. Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður. Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum .Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson Veður Tengdar fréttir Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar. „Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum. Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar. Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum. Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður. Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum .Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson
Veður Tengdar fréttir Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56
Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37