Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 11:30 Reiður Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool vann Meistaradeildina síðast fyrir þrettán árum eða eftir sigur á AC Milan í úrslitaleik í Istanbul 25. maí 2005. Liðið lenti þá 3-0 undir en náð að jafna og svo að vinna leikinn í vítakeppni. Mótherjar Liverpool í kvöld er Porto frá Portúgal. Liverpool liðið er mun sigurstranglegra liðið í viðureigninni við Portúgalana. Klopp var alls ekki ánægður að vera spurður af því hvort lið Liverpool í dag gæti leikið eftir afrek Liverpool-liðsins frá 2005.Don't ask Jurgen Klopp about Liverpool's 2005 #UCL title. WATCH: https://t.co/p5GZD3f9zcpic.twitter.com/huoctt8UeV — ESPN FC (@ESPNFC) February 14, 2018 „Ég held ekki að liðið frá 2005 hafi hugsað um hvort það gæti unnið titilinn fyrir leik þess í sextán liða úrslitunum. Ef svo hefur verið þá kæmi það mér mjög á óvart. Ég gæti spurt Rafa (Benitez) en ég er nokkuð viss,“ svaraði Jürgen Klopp en var augljóslega mjög pirraður. Liverpool mætti Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum 2004-05 og vann þá leikina 3-1 og 3-1. Liðið sló síðan út Juventus og Chelsea á leið sinni í úrslitaleikinn. „Við munum reyna að vinna úrslitaleikinn ef við komust þangað en það er mjög löng leið í þann leik og mörg góð fótboltalið standa í vegi okkar. Ég get ekki sagt að ég sé ekki hrifinn af því, þar sem ég hata það hreinlega, að tala næstu umferð á eftir þá sem þú ert að spila á hverjum tíma,“ sagði Klopp. „Aðeins þar sem að ég er vinalegur og kurteis maður þá svaraði ég þessari spurningu þinni en vanalega þegar einhver spyr mig um næstu umferð þá yfirgef ég salinn strax,“ sagði Klopp. Það má sjá upptöku af svari Jürgen Klopp hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool vann Meistaradeildina síðast fyrir þrettán árum eða eftir sigur á AC Milan í úrslitaleik í Istanbul 25. maí 2005. Liðið lenti þá 3-0 undir en náð að jafna og svo að vinna leikinn í vítakeppni. Mótherjar Liverpool í kvöld er Porto frá Portúgal. Liverpool liðið er mun sigurstranglegra liðið í viðureigninni við Portúgalana. Klopp var alls ekki ánægður að vera spurður af því hvort lið Liverpool í dag gæti leikið eftir afrek Liverpool-liðsins frá 2005.Don't ask Jurgen Klopp about Liverpool's 2005 #UCL title. WATCH: https://t.co/p5GZD3f9zcpic.twitter.com/huoctt8UeV — ESPN FC (@ESPNFC) February 14, 2018 „Ég held ekki að liðið frá 2005 hafi hugsað um hvort það gæti unnið titilinn fyrir leik þess í sextán liða úrslitunum. Ef svo hefur verið þá kæmi það mér mjög á óvart. Ég gæti spurt Rafa (Benitez) en ég er nokkuð viss,“ svaraði Jürgen Klopp en var augljóslega mjög pirraður. Liverpool mætti Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum 2004-05 og vann þá leikina 3-1 og 3-1. Liðið sló síðan út Juventus og Chelsea á leið sinni í úrslitaleikinn. „Við munum reyna að vinna úrslitaleikinn ef við komust þangað en það er mjög löng leið í þann leik og mörg góð fótboltalið standa í vegi okkar. Ég get ekki sagt að ég sé ekki hrifinn af því, þar sem ég hata það hreinlega, að tala næstu umferð á eftir þá sem þú ert að spila á hverjum tíma,“ sagði Klopp. „Aðeins þar sem að ég er vinalegur og kurteis maður þá svaraði ég þessari spurningu þinni en vanalega þegar einhver spyr mig um næstu umferð þá yfirgef ég salinn strax,“ sagði Klopp. Það má sjá upptöku af svari Jürgen Klopp hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira