Styttist í breytingar á kjararáði 14. febrúar 2018 20:00 Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“ Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira