Innlent

Dæmdir til greiðslu sektar fyrir óleyfilega dvöl í Hornvík

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir þrír voru sagðir hafa farið um friðlandið eins og verstu sóðar.
Mennirnir þrír voru sagðir hafa farið um friðlandið eins og verstu sóðar. Vísir/Facebook
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt þrjá menn til að greiða 50 til 75 þúsund króna sektir vegna brota á lögum um náttúruvernd og brot á reglum um friðlandið á Hornströndum.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Mennirnir dvöldu í viku í Hornvík, í byrjun sumars 2016, en starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækis komu að þeim þar sem þeir dvöldu í neyðarskýli með veiðarfæri og skotvopn.

Þeir voru á svæðinu innan tilkynningarskyldutíma án þess að hafa greint Umhverfisstofnun frá því.

Sjá einnig: Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“

Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og sögðust ekki vita að þeir þurftu að gera grein fyrir sér auk þess sem þeir hafi haft með sér skotvopn þar sem hvítabirnir kæmu á land á þessum slóðum.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem slæmri aðkomu í Hornvík var lýst eftir dvöl mannanna. Fundust þar dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli og þannig mætti áfram telja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×