Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 23:57 Fujimori er 79 ára gamall og heilsuveill. Vísir/AFP Sakamáladómstóll í Perú hefur úrskurðað að hægt sé að saksækja Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, vegna morða vopnaðra sveita í forsetatíð hans þrátt fyrir að núverandi forseti Perú hafi náðað Fujimori í desember. Fujimori hafði aðeins afplánað innan við helming tuttugu og fimm ára fangelsisdóms vegna mannréttindabrota og spillingar þegar Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, náðaði hann í lok síðasta árs. Margir landsmenns telja að Kuczynski hafi látið pólitíska hagsmuni sína ráða för þegar hann náðaði fyrrverandi forsetann. Forsetinn vísaði til mannúðar en Fujimori hefur átt við heilsubrest að stríða. Dómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að náðnunin næði ekki yfir mál frá 1992 þegar vopnaðar sveitir sem studdu stjórnarherinn myrtu sex manns í bænum Pativilca. Fujimori getur áfrýjað úrskurðinum. Í stjórnartíð sinni háði Fujimori harða hildi gegn uppreisnarmönnum í Skínandi stígnum. Tók hann sér meðal annars alræðisvald með stuðningi hersins. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa heimilað dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga árið 2009. Tveimur árum fyrr hafði Fujimori verið dæmdur í fangelsi fyrir mútur og misnotkun valds. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Sakamáladómstóll í Perú hefur úrskurðað að hægt sé að saksækja Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, vegna morða vopnaðra sveita í forsetatíð hans þrátt fyrir að núverandi forseti Perú hafi náðað Fujimori í desember. Fujimori hafði aðeins afplánað innan við helming tuttugu og fimm ára fangelsisdóms vegna mannréttindabrota og spillingar þegar Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, náðaði hann í lok síðasta árs. Margir landsmenns telja að Kuczynski hafi látið pólitíska hagsmuni sína ráða för þegar hann náðaði fyrrverandi forsetann. Forsetinn vísaði til mannúðar en Fujimori hefur átt við heilsubrest að stríða. Dómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að náðnunin næði ekki yfir mál frá 1992 þegar vopnaðar sveitir sem studdu stjórnarherinn myrtu sex manns í bænum Pativilca. Fujimori getur áfrýjað úrskurðinum. Í stjórnartíð sinni háði Fujimori harða hildi gegn uppreisnarmönnum í Skínandi stígnum. Tók hann sér meðal annars alræðisvald með stuðningi hersins. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa heimilað dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga árið 2009. Tveimur árum fyrr hafði Fujimori verið dæmdur í fangelsi fyrir mútur og misnotkun valds.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31