Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru starfræktar í Póllandi. Nordicphotos/AFP Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira