Vatnsleki úti um allt á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 10:44 Mikill vatnsleki er nú í Breiðholtsskóla. jóhann k. jóhannsson Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson
Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30
Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15