Enski boltinn

Mourinho er búinn að gefast upp á titlinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho trúir því ekki að hann lyfti Englandsmeistarabikarnum í vor
Mourinho trúir því ekki að hann lyfti Englandsmeistarabikarnum í vor vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það ómögulegt fyrir lið sitt að vinna upp forystu Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Untied tapaði fyrir Tottenham á útivelli í vikunni á meðan City vann WBA og komst því í 15 stiga forystu í deildinni þegar 13 umferðir eru eftir.

„Við þurfum stigin til þess að verða fyrstir af þeim síðustu. Við verðum að reyna að enda í öðru sæti,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik United og Huddersfield á Old Trafford á morgun.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að gera betur en á síðasta tímabili og vinna eitthvað og verða sterkari á næsta tímabili.“

Tölfræðilega er ekki ómögulegt fyrir United að ná City, en það verður að teljast afar ólíklegt að liðið missi niður svo stóra forystu á lokasprettinum.

Hins vegar er baráttan um hin toppsætin mjög hörð, aðeins fimm stig skilja að United í öðru sæti og Tottenham í fimmta sætinu.

„City er að gera mjög vel í því að hleypa engum nálægt sér. Á eðlilegu tímabili værum við í baráttunni miðað við stigafjöldan sem við erum með. Baráttan er enn opin um annað, þriðja og fjórða sæti en hún er svo gott sem lokuð um toppsætið,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×