Enski boltinn

Wenger: Peningar eyðileggja fótboltann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Stóru liðin með vasana fulla af peningum eru að eyðileggja fótboltann að mati knattspyrnustjóra Arsenal Arsene Wenger.

Wenger kastaði þessari staðhæfingu ekki fram án staðreynda. Í Frakklandi er Parist Saint-Germain með 11 stiga forskot, Bayern Munich leiðir Bundesliguna með 16 stigum og Manchester City er 15 stigum fyrir ofan Manchester United á Englandi.

Þetta óvænta er farið úr fótboltanum að mati Wenger.

„Í fjórum af stóru deildunum fimm í Evrópu þá var komið í ljós hverjir yrðu meistarar í desember,“ sagði Wenger.

„Það er eitthvað að í fótboltanum. Gífurlegt fjárhagslegt afl sumra félaga er að gera úti um samkeppnina.“

Í La Liga deildinni á Spáni er Barcelona með 11 stiga forystu. Ítalska deildin er sú eina af þessum hefðbundnu „stóru“ deildum þar sem enn er einvher spenna, Napólí leiðir með einu stigi.

Ummæli Wenger koma aðeins nokkrum dögum eftir að félögin á Englandi slógu eyðslumetið í janúarmánuði þar í landi, þar af var 150 milljónum punda eytt bara á lokadeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×