Enski boltinn

Ameobi kláraði Bristol City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og félagar eru að missa flugið í ensku 1. deildinni
Hörður Björgvin Magnússon og félagar eru að missa flugið í ensku 1. deildinni vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon gat ekki bjargað Bristol City frá tapi gegn Bolton Wanderers í ensku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Hörður þurfti að sætta sig við sæti á bekknum en hann kom inn á 65. mínútu leiksins.

Þá var staðan markalaus en aðeins sex mínútum seinna sýndi Sammy Ameobi frábæra takta þegar hann kom Bolton yfir upp á sitt eindæmi.

Bristol náði ekki að svara fyrir sig þrátt fyrir að vera meira með boltann og eiga fleiri marktækifæri og þurfti því að sætta sig við tap.

Bristol varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er í 5. sæti með 51 stig líkt og Cardiff í 4. sætinu. Walesverjarnir eiga hins vegar tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×