Erlent

Óttast að níutíu hafi drukknað í Miðjarðarhafi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Á síðustu fjórum árum hafa yfir 600 þúsund flóttamenn komist frá Líbíu til Ítalíu með því að fara sjóleiðina. Nokkur þúsund manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu.
Á síðustu fjórum árum hafa yfir 600 þúsund flóttamenn komist frá Líbíu til Ítalíu með því að fara sjóleiðina. Nokkur þúsund manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu. vísir/afp

Talið er að minnst níutíu hafi drukknað undan strönd Líbíu í gær eftir að bát fullum af flóttamönnum hvolfdi.

Alls drukknuðu 246 manns við tilraunir til að komast yfir Miðjarðarhafið í janúar og hafa dauðsföll vegna þess aðeins einu sinni verið fleiri á einum mánuði. Minnst tíu líkum skolaði á land nálægt bænum Zuwara í Líbíu í gær. Talið er að átta þeirra hafi verið frá Pakistan og tveir frá Líbíu.

Þá er óttast að minnst níutíu hafi drukknað þegar bátnum hvolfdi að því er fram kemur í tilkynningu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Haft er eftir Oliviu Headson, talskonu stofnunarinnar, að talið sé að minnst þrír hafi komist lífs af.

Í nokkur ár hefur Líbía verið sá staður í Afríku sem flestir nota til að freista þess að komast til Evrópu, þá aðallega til Ítalíu. Undanfarið hefur það færst í vöxt að Pakistanar leiti betra lífs utan heimalandsins og reyni að flýja þessa leið. Hins vegar hefur þeim fækkað í heildina sem reyna að fara sjóðleiðuna.

Í janúar í fyrra voru það um 4500 manns en í um 4300 manns í ár. Þeim sem drukkna í Miðjarðarhafi virðist þó vera að fjölga en í janúar mánuði drukknuðu 246 manns. Aðeins í júní í fyrra drukknuðu fleiri í hafinu á einum mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.