Enski boltinn

Chicharito vildi yfirgefa West Ham í janúar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Javier Hernandez.
Javier Hernandez. vísir/getty
Þessi fyrrum framherji Man Utd og Real Madrid gekk til liðs við West Ham síðasta sumar og gerði þá þriggja ára samning við Lundúnarliðið. Hann hefur hins vegar fallið neðar í goggunarröðina eftir að David Moyes tók við stjórnartaumunum.

„Það er rétt að ég vildi komast frá West Ham í janúar. Ekki vegna þess að mér líkar illa við félagið heldur vegna þess að ég þarf að fá að spila.“

„HM nálgast og ég vil vera í leikformi þar. Þrátt fyrir að ég hafi viljað fara hef ég alltaf gert mitt besta fyrir félagið og mun halda áfram að reyna að hjálpa liðinu þegar ég fæ tækifæri,“ segir Hernandez, eða Chicharito eins og hann er jafnan kallaður.

West Ham heimsækir Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×