Enski boltinn

Dýrlingarnir skutu sér úr fallsæti og Swansea getur ekki tapað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
James Ward-Prowse fór mikinn í liði Southampton í dag, skoraði og lagði upp.
James Ward-Prowse fór mikinn í liði Southampton í dag, skoraði og lagði upp. vísir/getty
Alls voru fimm leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15 í dag og litu fjölmörg mörk dagsins ljós.

Það var fallbaráttuslagur á Hawthorns þar sem Southampton var í heimsókn hjá WBA. Ahmed Hegazy kom WBA yfir snemma leiks en Dýrlingarnir svöruðu með þremur mörkum áður en Jose Salomon Rondon klóraði í bakkann fyrir heimamenn. Lokatölur 2-3 fyrir Southampton.

Bournemouth vann endurkomusigur á Stoke City þar sem Xerdan Shaqiri kom síðarnefnda liðinu yfir snemma leiks. Lys Mousset og Joshua King komu Bournemouth til bjargar með mörkum á 70. og 79.mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Bournemouth.

Swansea virðist ósigrandi um þessar mundir en liðið sótti eitt stig á King Power leikvanginn í dag þegar Svanirnir heimsóttu Leicester. Jamie Vardy kom Leicester yfir en Federico Fernandez jafnaði metin fyrir Swansea og þar við sat. Swansea ekki tapað í fjórum deildarleikjum í röð.

Þá vann Brighton öruggan 3-1 heimasigur á West Ham þar sem Glenn Murray, Jose Izquierdo og Pascal Gross voru á skotskónum en Javier Hernandez gerði mark West Ham.

 

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×