Enski boltinn

Messan: Hjörvar gagnrýnir hlaupastílinn hjá "næst versta leikmanni deildarinnar“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stoke City festi kaup á bakverðinum Moritz Bauer í janúarglugganum og hefur hann komið við sögu í öllum úrvalsdeildarleikjum liðsins síðan þá. Hann hefur þó ekki náð að heilla Hjörvar Hafliðason.

„Þetta er næst versti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni,“ sagði Hjörvar í Messunni á Stöð 2 Sport í gær þegar Guðmundur Benediktsson var að fara yfir leik Stoke og Bournemouth með þeim Hjörvari og Reyni Leóssyni.

Þeir tóku fyrir myndbrot úr leiknum þar sem Bauer er að hlaupa til baka í vörn. Bæði var hlaupið mjög óáhrifaríkt þar sem Bauer var allt of hægur til baka, en eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið á Hjörvari var hlaupastíllinn.

„Hann baðar út höndunum og hleypur svona,“ sagði Hjörvar og lék eftir hlaupastíl Bauer.

Þetta stórkostlega brot má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×