Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 13:20 Vísir/Getty Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira