Erlent

Leikarinn John Mahoney látinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mahoney er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Frasier.
Mahoney er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Frasier. Vísir/Getty
Breski leikarinn John Mahoney er látinn, 77 ára að aldri. Samkvæmt umboðsmanni hans lést Mahoney á líknardeild í Chicago á sunnudag.

Mahoney er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Frasier þar sem hann fór með hlutverk Martin Crane, föður bræðranna Frasier og Niles Crane.

Mahoney fór með hlutverk Martin Crane á árunum 1993 til 2004. Hann vann ein SAG verðlaun fyrir hlutverkið, var tvisvar tilnefndur til Emmy verðlauna og tvisvar til Golden Globe verðlauna.

Ferill Mahoney spannaði ríflega 30 ár og fór hann meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum American President og Say Anything.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×