Enski boltinn

Rekinn útaf í gær en sleppur við bann hjá aðalliði Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Lallana.
Adam Lallana. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Liverpool höfðu áhyggjur af því að hegðun eins landsliðsmanna félagsins með varaliðinu myndi hafa áhrif á aðalliðið en svo er ekki.

Adam Lallana þarf nefnilega ekki að taka út leikbann hjá aðalliði Liverpool þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald í gær.





Adam Lallana var rekinn af velli í leik með 23 ára liði Liverpool en samkvæmt heimildum Sky Sports þarf enski landsliðsmaðurinn ekki að taka bannið út í leik með aðalliðinu.

Lallana lenti saman við nítján ára leikmann Tottenham sem heitir George Marsh.Lallana missti algjörlega stjórn á sér og þótti greinilega á sér brotið.

Upphafið af því var skallaeinvígi sem þeir fóru báðir í en þetta endaði með að Lallana tók strákinn hálstaki.

Danny Ings kom síðan aðvífandi og leiddi Adam Lallana í burtu en skaðinn var skeður og hann fékk beint rautt spjald.





Adam Lallana missti af fyrstu fjórum mánuðum tímabilsins vegna meiðsla en hefur verið að koma hægt og rólega til baka. Hann var hinsvegar ekki í leikmannahóp aðalliðs Liverpool í síðustu tveimur leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×