Lykilmaður Chelsea segir að hjarta sitt sé í Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 10:00 Thibaut Courtois. Vísir/Getty Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, hefur ekki enn framlengt samning sinn við Chelsea og það er ekki hægt að heyra annað á síðustu viðtölum hans en að hann vilji komast aftur í spænska boltann. Courtois sagði í nýju viðtali að hjarta sitt væri í Madrid en samningur hans við Chelsea rennur ekki út fyrr en árið 2019. Í framhaldinu hefur belgíski landsliðsmarkvörðurinn verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid. Courtois er 25 ára gamall og kom til Chelsea áttján ára frá Genk en var síðan lánaður til spænska liðsins Atletico Madrid í þrjú tímabil. „Mitt persónulega líf er tengt Madrid. Börnin mín tvö búa þar með móður sinni. Ég tala við dóttur mína á hverjum degi á FaceTime. Hún segir oft að hún sakni mín. Sonur minn er of ungur ennþá,“ sagði Thibaut Courtois í viðtali við Foot Magazine. Sky Sports segir frá. „Ef sá möguleiki kemur upp þá vil ég komast aftur til Spánar. Staðan er bara ekki auðveld. Hjarta mitt er samt í Madrid. Það er lógísk og ætti að vera skiljanlegt,“ sagði Courtois.Courtois : "Mon coeur est à Madrid" https://t.co/neyx335ORIpic.twitter.com/3bnTQsH9cW — Sport/Foot Magazine (@sportfootmag) February 6, 2018 „Ef þeir vilja fá mig þá verða þeir að hafa samband við Chelsea. Við sjáum til. Þeir hafa ekki gert það hingað til. Það sem er öruggt að ég mun snúa til baka til Madrid einn daginn. Ég elska Spán og ég elska borgina. Ég eyddi þremur yndislegum árum þar með Atletico Madrid og þar varð ég að manni,“ sagði Courtois. Courtois sagði að fyrstu dagar hans í London hafi ekki verið auðveldir. „Ég grét fyrst þegar ég kom og þetta var erfitt. Núna líður mér samt vel hér,“ sagði Courtois. „Við þurfum ekkert að flýta okkur. Ég er með samning til 2019 og ég mun framlengja hann. Við ætlum að ræða nýjan samning í febrúar því það var nóg að gera hjá klúbbnum í síðasta mánuði,“ sagði Courtois. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, hefur ekki enn framlengt samning sinn við Chelsea og það er ekki hægt að heyra annað á síðustu viðtölum hans en að hann vilji komast aftur í spænska boltann. Courtois sagði í nýju viðtali að hjarta sitt væri í Madrid en samningur hans við Chelsea rennur ekki út fyrr en árið 2019. Í framhaldinu hefur belgíski landsliðsmarkvörðurinn verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid. Courtois er 25 ára gamall og kom til Chelsea áttján ára frá Genk en var síðan lánaður til spænska liðsins Atletico Madrid í þrjú tímabil. „Mitt persónulega líf er tengt Madrid. Börnin mín tvö búa þar með móður sinni. Ég tala við dóttur mína á hverjum degi á FaceTime. Hún segir oft að hún sakni mín. Sonur minn er of ungur ennþá,“ sagði Thibaut Courtois í viðtali við Foot Magazine. Sky Sports segir frá. „Ef sá möguleiki kemur upp þá vil ég komast aftur til Spánar. Staðan er bara ekki auðveld. Hjarta mitt er samt í Madrid. Það er lógísk og ætti að vera skiljanlegt,“ sagði Courtois.Courtois : "Mon coeur est à Madrid" https://t.co/neyx335ORIpic.twitter.com/3bnTQsH9cW — Sport/Foot Magazine (@sportfootmag) February 6, 2018 „Ef þeir vilja fá mig þá verða þeir að hafa samband við Chelsea. Við sjáum til. Þeir hafa ekki gert það hingað til. Það sem er öruggt að ég mun snúa til baka til Madrid einn daginn. Ég elska Spán og ég elska borgina. Ég eyddi þremur yndislegum árum þar með Atletico Madrid og þar varð ég að manni,“ sagði Courtois. Courtois sagði að fyrstu dagar hans í London hafi ekki verið auðveldir. „Ég grét fyrst þegar ég kom og þetta var erfitt. Núna líður mér samt vel hér,“ sagði Courtois. „Við þurfum ekkert að flýta okkur. Ég er með samning til 2019 og ég mun framlengja hann. Við ætlum að ræða nýjan samning í febrúar því það var nóg að gera hjá klúbbnum í síðasta mánuði,“ sagði Courtois.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira