Rooney opnar sig um atvikið með Ronaldo á HM 2006: „Ég reyndi að láta reka hann út af“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2018 09:00 Wayne Rooney röltir af velli og Cristiano Ronaldo fylgist vel með árið 2006. vísir/getty Wayne Rooney, framherji Everton og markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, var gestur í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun vikunnar og þótti fara á kostum. Rooney greindi leiki í ensku úrvalsdeildinni sem og að svara hinum og þessum spurningum um ferilinn en ein þeirra sneri að landsliðinu og hvar honum fannst að enska liðið hefði getað gert miklu betur. England var með mjög gott lið árið 2006 á HM í Þýskalandi en þar tapaði liðið í átta liða úrslitum fyrir Portúgal í vítaspyrnukeppni. Rooney mætti meiddur til leiks og sér eftir því.Skrítin tilfinning „Árin 2004 og 2006 vorum við óheppnir að tapa í vítaspyrnukeppnum. Ef ég gæti farið aftur í tímann myndi ég ekki taka þátt á HM 2006. Ég var fótbrotinn þarna rétt áður og ég var ekki í almennilegu formi. Jermaine Defoe flaug með liðinu út og var að æfa en svo allt í einu flýg ég til Þýskalands og hann fer heim,“ segir Rooney en myndband af þessu má sjá neðst í fréttinni. „Þegar maður er ekki í leikformi tekur maður stundum slæmar ákvarðanir og það gerði ég. Þetta rauða spjald hefði getað kostað okkur leikinn en svo töpum við eins og allir vita í vítaspyrnukeppni,“ segir hann, en hvernig leið Rooney eftir leik? „Það var skrítin tilfinning að vera rekinn út af. Ég sat í búningsklefanum og hugsaði um að ef við kæmumst áfram myndi ég missa bæði af undanúrslitunum og úrslitaleiknum því að ég fékk beint rautt spjald en ef við kæmumst ekki áfram væri það mér að kenna.“Leystu málin strax Eitt af frægari atvikum fótboltans á seinni árum átti sér stað í leiknum þegar að Cristiano Ronaldo, þáverandi samherji Rooney hjá Manchester United, hvatti dómarann eindregið til að reka enska framherjann út af og blikkaði svo þegar að spjaldið fór á loft. Mikið var gert úr þessu og var baulað á Ronaldo út um allt England á næstu leiktíð. Atvikið hafði þó ekki meiri áhrif en það að Ronaldo sprakk endanlega út með Rooney í frábæru formi og liðið varð Englandsmeistari þrjú ár í röð eftir HM 2006. Þeir félagarnir leystu málin skömmu eftir leikinn. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ segir Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ segir Wayne Rooney. Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Wayne Rooney, framherji Everton og markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, var gestur í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun vikunnar og þótti fara á kostum. Rooney greindi leiki í ensku úrvalsdeildinni sem og að svara hinum og þessum spurningum um ferilinn en ein þeirra sneri að landsliðinu og hvar honum fannst að enska liðið hefði getað gert miklu betur. England var með mjög gott lið árið 2006 á HM í Þýskalandi en þar tapaði liðið í átta liða úrslitum fyrir Portúgal í vítaspyrnukeppni. Rooney mætti meiddur til leiks og sér eftir því.Skrítin tilfinning „Árin 2004 og 2006 vorum við óheppnir að tapa í vítaspyrnukeppnum. Ef ég gæti farið aftur í tímann myndi ég ekki taka þátt á HM 2006. Ég var fótbrotinn þarna rétt áður og ég var ekki í almennilegu formi. Jermaine Defoe flaug með liðinu út og var að æfa en svo allt í einu flýg ég til Þýskalands og hann fer heim,“ segir Rooney en myndband af þessu má sjá neðst í fréttinni. „Þegar maður er ekki í leikformi tekur maður stundum slæmar ákvarðanir og það gerði ég. Þetta rauða spjald hefði getað kostað okkur leikinn en svo töpum við eins og allir vita í vítaspyrnukeppni,“ segir hann, en hvernig leið Rooney eftir leik? „Það var skrítin tilfinning að vera rekinn út af. Ég sat í búningsklefanum og hugsaði um að ef við kæmumst áfram myndi ég missa bæði af undanúrslitunum og úrslitaleiknum því að ég fékk beint rautt spjald en ef við kæmumst ekki áfram væri það mér að kenna.“Leystu málin strax Eitt af frægari atvikum fótboltans á seinni árum átti sér stað í leiknum þegar að Cristiano Ronaldo, þáverandi samherji Rooney hjá Manchester United, hvatti dómarann eindregið til að reka enska framherjann út af og blikkaði svo þegar að spjaldið fór á loft. Mikið var gert úr þessu og var baulað á Ronaldo út um allt England á næstu leiktíð. Atvikið hafði þó ekki meiri áhrif en það að Ronaldo sprakk endanlega út með Rooney í frábæru formi og liðið varð Englandsmeistari þrjú ár í röð eftir HM 2006. Þeir félagarnir leystu málin skömmu eftir leikinn. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ segir Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ segir Wayne Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira