Enski boltinn

Örlög meistaraþjálfaranna í enska boltanum í einu fróðlegu myndbandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. Vísir/Getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, situr í einu heitasta stólnum í dag enda hefur lítið gengið hjá Chelsea liðinu að undanförnu.

Chelsea rúllaði upp ensku úrvalsdeildinni í fyrra en liðið er núna 19 stigum á eftir toppliði Manchester City og þarf að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa af Meistaradeildarsæti líka.

Fari svo eins og margir spá, að Conte missi starfið á Stamford Bridge, þá bætist hann í hóp margra knattspyrnustjóra sem hafa unnið ensku úrvalsdeildina en lent síðan í ógöngum með liðin sín í titilvörninni.

BBC tók saman örlög meistaraþjálfaranna í enska boltanum sem sýnir vel hvernig hefur farið fyrir þeim knattspyrnustjórum sem hafa unnið ensku úrvalsdeildina á síðustu árum.

Knattspyrnustjórarnir Roberto Mancini, Alex Ferguson, Manuel Pellegrini, José Mourinho og Claudio Ranieri eru allir löngu hættir hjá liðunum sem þeir gerðu að meisturum 2012 til 2016.

Nú er spurningin hvort að þessi listi hér fyrir neðan muni lengjast á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×