Framherji þjáist af þunglyndi: „Rottan í höfðinu lætur sjá sig á kvöldin“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2018 11:30 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. „Ég sat á rúminu og grét. Ég var svo langt niðri á tímapunkti að ég íhugaði að keyra á vegg. Mér fannst þetta bara búið hjá mér. Ég var búinn að vera.“ Svona lýsir Billy Knee, framherji enska D-deildarliðsins Accrington Stanley, erfiðasta tímapunktinum á sinni ævi, en þessi mikli markahrókur glímir við ofsakvíða og þunglyndi. Hann segir sögu sína í viðtali við breska ríkissjónvarpið sem má sjá hér, en þessi 27 ára gamli kappi hefur verið atvinnumaður í fótbolta síðan árið 2009. „Af hverju vill einhver sem er í besta starfi í heimi fremja sjálfsvíg? Það er eitthvað rangt við það. Ég er svo heppinn að vera á þeim stað sem ég er að ég má ekki henda því öllu frá mér vegna sjúkdóms,“ segir Knee. Hann segist hafa náð fínum bata undanfarna 18 mánuði en hann þarf að taka lyf á hverjum morgni til að halda sjúkdómnum niðri. „Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur. Fólk sem glímir við hann á virkilega bágt. Ég var svo að komast að því ég að er líka með vott af geðhvarfasýki og þetta tengist allt saman. Það er nýtt fyrir mér og ég er að læra um þennan sjúkdóm. Nýju pillurnar mínar hafa róað mig mikið og vonandi halda þær áfram að virka,“ segir Knee. John Coleman, knattspyrnustjóri félagsins, sýndi Knee mikinn skilning og sagði honum að taka sér að minnsta kosti eins mánaðar frí frá æfingum. En, það var svo faðir Knee sem reif hann á fætur. „Ég var næstum búinn að ákveða að hætta í fótbolta og ég flutti inn til mömmu og pabba. Faðir minn leyfði mér ekki að sitja og gera ekki neitt. Hann sagði að ég þyrfti að taka þátt í lífinu og vildi fá mig með sér í byggingarvinnuna sína. Ég var byrjaður aftur í fótbolta þremur vikum síðar,“ segir Knee sem lýsir sjúkdómnum sem rottu. „Þessi rotta lætur sjá sig um sjö á kvöldin. Undanfarið hefur þetta verið allt í lagi en þegar ég stressaður eða áhyggjufullur hleypur rottan um hausinn á mér og kemur í veg fyrir að ég geti sofið. Þá er maður pirraður og erfiður daginn eftir. Það er út af þessari rottu. Fólk sem ég hef talað við um þetta kannast við þessa rottu,“ segir Billy Knee. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
„Ég sat á rúminu og grét. Ég var svo langt niðri á tímapunkti að ég íhugaði að keyra á vegg. Mér fannst þetta bara búið hjá mér. Ég var búinn að vera.“ Svona lýsir Billy Knee, framherji enska D-deildarliðsins Accrington Stanley, erfiðasta tímapunktinum á sinni ævi, en þessi mikli markahrókur glímir við ofsakvíða og þunglyndi. Hann segir sögu sína í viðtali við breska ríkissjónvarpið sem má sjá hér, en þessi 27 ára gamli kappi hefur verið atvinnumaður í fótbolta síðan árið 2009. „Af hverju vill einhver sem er í besta starfi í heimi fremja sjálfsvíg? Það er eitthvað rangt við það. Ég er svo heppinn að vera á þeim stað sem ég er að ég má ekki henda því öllu frá mér vegna sjúkdóms,“ segir Knee. Hann segist hafa náð fínum bata undanfarna 18 mánuði en hann þarf að taka lyf á hverjum morgni til að halda sjúkdómnum niðri. „Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur. Fólk sem glímir við hann á virkilega bágt. Ég var svo að komast að því ég að er líka með vott af geðhvarfasýki og þetta tengist allt saman. Það er nýtt fyrir mér og ég er að læra um þennan sjúkdóm. Nýju pillurnar mínar hafa róað mig mikið og vonandi halda þær áfram að virka,“ segir Knee. John Coleman, knattspyrnustjóri félagsins, sýndi Knee mikinn skilning og sagði honum að taka sér að minnsta kosti eins mánaðar frí frá æfingum. En, það var svo faðir Knee sem reif hann á fætur. „Ég var næstum búinn að ákveða að hætta í fótbolta og ég flutti inn til mömmu og pabba. Faðir minn leyfði mér ekki að sitja og gera ekki neitt. Hann sagði að ég þyrfti að taka þátt í lífinu og vildi fá mig með sér í byggingarvinnuna sína. Ég var byrjaður aftur í fótbolta þremur vikum síðar,“ segir Knee sem lýsir sjúkdómnum sem rottu. „Þessi rotta lætur sjá sig um sjö á kvöldin. Undanfarið hefur þetta verið allt í lagi en þegar ég stressaður eða áhyggjufullur hleypur rottan um hausinn á mér og kemur í veg fyrir að ég geti sofið. Þá er maður pirraður og erfiður daginn eftir. Það er út af þessari rottu. Fólk sem ég hef talað við um þetta kannast við þessa rottu,“ segir Billy Knee.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira