Erlent

Norskir Ólympíufarar pöntuðu óvart 15 þúsund egg

Atli Ísleifsson skrifar
Eitthvað virðist hafa skolast til hjá túlki norsku kokkanna.
Eitthvað virðist hafa skolast til hjá túlki norsku kokkanna. Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Suður Kóreu á morgun og eru fáir sem taka þann viðburð eins alvarlega og Norðmenn. Til marks um það senda Norðmenn rúmlega hundrað íþróttamenn á leikana og þeim fylgir heill her aðstoðarmanna.

Þar á meðal er hópur matreiðslumanna sem mun elda ofan í skarann á meðan á leikunum stendur.

Þegar norska kokkasveitin mætti til Suður-Kóreu hafði hún pantað ýmsan kost  sem beið á hótelinu þar sem íþróttamennirnir dvelja. Á meðal þess sem pantað var inn voru nokkur egg.

Eitthvað virðist þó hafa skolast til hjá túlki kokkanna, því þegar þeir mættu voru eggin sem biðu þeirra 15 þúsund talsins, en ekki fimmtán hundruð eins og til stóð.

Eftir nokkra rekistefnu við eggjaframleiðandann gátu kokkarnir þó blessunarlega skilað restinni af eggjunum, eða um 13.500 stykkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×