Riyad Mahrez hættur í fýlu og mætir á æfingu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 08:30 Það sést eitthvað meira en þetta af Riyad Mahrez á æfingasvæði Leicester í dag. Vísir/Getty Riyad Mahrez hefur ekki æft né spilað með Leicester síðan að félagið neitaði að selja hann til Manchester City á síðustu dögum félagsskiptagluggans. Alsíringurinn ætlar hinsvegar að mæta í vinnuna í dag. Sky Sports segir frá því að Riyad Mahrez muni koma á æfingu hjá Leicester í dag og sé tilbúinn að spila á móti Manchester City um helgina. Mahrez hvarf eftir að Leicester hafnaði tilboði Manchester City og enginn hjá félaginu gat náð í hann. Þetta var fjórði glugginn í röð þar sem hann var orðaður við eitt af stóru félögunum í ensku úrvalsdeildinni en Leicester vildi fá miklu meira fyrir hann en City var tilbúið að borga. Síðasti leikur Riyad Mahrez með Leicester liðinu var í 2-0 sigri á Watford 20. janúar en hann skoraði þá seinna mark liðsins. Riyad Mahrez er með 8 mörk og 8 stoðsendingar í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.BREAKING NEWS Sky sources: Riyad Mahrez will return to training on Friday and has made himself available for Leicester’s game at Man City. Full story: https://t.co/Mv7hXj5WwRpic.twitter.com/tvAbV6e7iX — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 9, 2018 „Ég held að Riyad verði ekki með í leiknum á móti Manchester City á laugardaginn,“ sagði Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester, á blaðamannfundi í gær. Hvort þessar fréttir breyti því verður að koma í ljós. Claude Puel talaði hinsvegar jákvætt um leikmanninn þrátt fyrri stælana. „Ég vona að hann komi hausnum á réttan stað, snúi aftur og leggi sig fram. Besta leiðin fyrir hann er að koma til baka og njóta fótboltans,“ sagði Claude Puel á fundinum í gær. BREAKING: #SSN understands Riyad Mahrez will return to @LCFC training this morning and has made himself available to face @ManCity on Saturday. pic.twitter.com/BUHs7AqdRW — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 9, 2018 Í síðustu sex leikjum sínum með Leicester hefur Riyad Mahrez komið að sex mörkum (3 mörk og 3 stoðsendingar). Liðið fékk sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum með hann innanborðs en aðeins eitt stig í tveimur síðustu leikjum án hans. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Riyad Mahrez hefur ekki æft né spilað með Leicester síðan að félagið neitaði að selja hann til Manchester City á síðustu dögum félagsskiptagluggans. Alsíringurinn ætlar hinsvegar að mæta í vinnuna í dag. Sky Sports segir frá því að Riyad Mahrez muni koma á æfingu hjá Leicester í dag og sé tilbúinn að spila á móti Manchester City um helgina. Mahrez hvarf eftir að Leicester hafnaði tilboði Manchester City og enginn hjá félaginu gat náð í hann. Þetta var fjórði glugginn í röð þar sem hann var orðaður við eitt af stóru félögunum í ensku úrvalsdeildinni en Leicester vildi fá miklu meira fyrir hann en City var tilbúið að borga. Síðasti leikur Riyad Mahrez með Leicester liðinu var í 2-0 sigri á Watford 20. janúar en hann skoraði þá seinna mark liðsins. Riyad Mahrez er með 8 mörk og 8 stoðsendingar í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.BREAKING NEWS Sky sources: Riyad Mahrez will return to training on Friday and has made himself available for Leicester’s game at Man City. Full story: https://t.co/Mv7hXj5WwRpic.twitter.com/tvAbV6e7iX — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 9, 2018 „Ég held að Riyad verði ekki með í leiknum á móti Manchester City á laugardaginn,“ sagði Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester, á blaðamannfundi í gær. Hvort þessar fréttir breyti því verður að koma í ljós. Claude Puel talaði hinsvegar jákvætt um leikmanninn þrátt fyrri stælana. „Ég vona að hann komi hausnum á réttan stað, snúi aftur og leggi sig fram. Besta leiðin fyrir hann er að koma til baka og njóta fótboltans,“ sagði Claude Puel á fundinum í gær. BREAKING: #SSN understands Riyad Mahrez will return to @LCFC training this morning and has made himself available to face @ManCity on Saturday. pic.twitter.com/BUHs7AqdRW — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 9, 2018 Í síðustu sex leikjum sínum með Leicester hefur Riyad Mahrez komið að sex mörkum (3 mörk og 3 stoðsendingar). Liðið fékk sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum með hann innanborðs en aðeins eitt stig í tveimur síðustu leikjum án hans.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira