Enski boltinn

„Kom til að vinna allt“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez fagnar fyrsta marki sínu fyrir Man Utd.
Alexis Sanchez fagnar fyrsta marki sínu fyrir Man Utd. vísir/getty
Alexis Sanchez kom til Manchester United til þess að vinna titla. Þetta sagði Sílemaðurinn í viðtali við Thierry Henry fyrir Sky Sports.

Sanchez fór nokkuð óvænt til Manchester United í janúar eftir að hann hafði verið orðaður við nágrannana í City í allan vetur.

„Frá því ég var krakki hef ég trúað því að Manchester United sé stærsta félagið á Englandi,“ sagði Sanchez.

„Ég kom hingað til þess að vinna titla. Ég fór frá Arsenal því ég vildi þroskast og læra nýja hluti sem leikmaður og fá reynslu frá öðru félagi.“

„Manchester United er risastórt félag á heimsmælikvarða. Ég kom hingað til þess að vinna allt. Annars hefði ég ekki komið hingað,“ sagði Sanchez.

Sanchez verður í eldlínunni með United gegn Newcastle á sunnudaginn en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 14:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×