Erlent

Írar kjósa um fóstureyðingar í maí

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherrann Leo Varadkar hefur sagt að hann muni berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni.
Forsætisráðherrann Leo Varadkar hefur sagt að hann muni berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni. Vísir/AFP
Írska stjórnin hefur samþykkt þjóðaratkvæðagreiðsla skuli haldin í lok maí, þar sem kannað verður hvort írska þjóðin vilji breyta hinum ströngu lögum  sem gilda í landinu um fóstureyðingar.

Eins og staðan er á Írlandi í dag eru fóstureyðingar með öllu bannaðar nema í undantekningartilfellum eins og þegar líf móðurinnar er í bráðri hættu.

Ekki er fallist á fóstureyðingar, þegar barnið hefur komið undir eftir nauðgun, sifjaspell, eða þegar barnið er alvarlega vanskapað.

Nú á að taka ákvörðun um hvort breyta skuli viðauka við stjórnarskrá Íra, sem settur var árið 1983 og tók þá af öll tvímæli um að fóstureyðingar væru bannaðar í landinu.

Forsætisráðherrann Leo Varadkar hefur sagt að hann muni berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni.

Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslan mun heilbrigðisráðherra landsins smíða frumvarp sem myndi heimila konum að gangast undir fóstureyðingu fram að tólftu viku meðgöngu og í undantekningartilfellum eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×