Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 15:16 Frá samstöðufundi í Barcelona þar sem fólk var með grímur af andliti Carles Puigemont. Vísir/AFP Óvissa ríkir enn í Katalóníu eftir að Roger Torrent, forseti þings héraðsins, ákvað að fresta atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont að forseta héraðsstjórnarinnar. Torrent hét því þó að gera Puigdemont að forseta seinna en stjórnlagadómstóll Spánar hefur úrskurðað að Puigdemont, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, geti ekki orðið forseti aftur. „Spænska ríkisstjórnin og stjórnlagadómstóllinn eru að reyna að brjóta á rétti þúsunda Katalóna sem kusu þann 21. desember og við munum ekki leyfa það,“ sagði Torrent. Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að ríkisstjórn Spánar vék honum úr starfi í október. Það var gert eftir þjóðaatkvæðagreiðslu í Katalóníu sem ríkisstjórn Spánar segir hafa verið ólöglega. Héraðsstjórn Katalóníu var leyst upp og Madríd tók yfir stjórn héraðsins. Snúi Puigdemont aftur til Spánar verður hann handtekinn. Aðskilnaðarsinnar hlutu þó aftur meirihluta í kosningum í Katalóníu í desember og vilja þeir gera Puigdemont aftur að forseta og stóð til að gera það í dag. Stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði um helgina að Puigdemont yrði að vera á þinginu til að geta orðið forseti héraðsstjórnarinnar. Torrent hefur þó frestað atkvæðagreiðslunni um óákveðinn tíma. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun til að tryggja að hægt væri að gera Puigdemont forseta með áhrifaríkari hætti. Þá þvertók hann fyrir að annar en Puigdemont kæmi til greina. Ríkisstjórn Spánar fagnaði þessari ákvörðun og sagði hana komið í veg fyrir að gert yrði grín að lýðræði Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpi í dag að ómögulegt væri að vera „flóttamaður í Belgíu og búast við því að geta orðið forseti lýðræðislegrar stofnunar“. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Óvissa ríkir enn í Katalóníu eftir að Roger Torrent, forseti þings héraðsins, ákvað að fresta atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont að forseta héraðsstjórnarinnar. Torrent hét því þó að gera Puigdemont að forseta seinna en stjórnlagadómstóll Spánar hefur úrskurðað að Puigdemont, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, geti ekki orðið forseti aftur. „Spænska ríkisstjórnin og stjórnlagadómstóllinn eru að reyna að brjóta á rétti þúsunda Katalóna sem kusu þann 21. desember og við munum ekki leyfa það,“ sagði Torrent. Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að ríkisstjórn Spánar vék honum úr starfi í október. Það var gert eftir þjóðaatkvæðagreiðslu í Katalóníu sem ríkisstjórn Spánar segir hafa verið ólöglega. Héraðsstjórn Katalóníu var leyst upp og Madríd tók yfir stjórn héraðsins. Snúi Puigdemont aftur til Spánar verður hann handtekinn. Aðskilnaðarsinnar hlutu þó aftur meirihluta í kosningum í Katalóníu í desember og vilja þeir gera Puigdemont aftur að forseta og stóð til að gera það í dag. Stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði um helgina að Puigdemont yrði að vera á þinginu til að geta orðið forseti héraðsstjórnarinnar. Torrent hefur þó frestað atkvæðagreiðslunni um óákveðinn tíma. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun til að tryggja að hægt væri að gera Puigdemont forseta með áhrifaríkari hætti. Þá þvertók hann fyrir að annar en Puigdemont kæmi til greina. Ríkisstjórn Spánar fagnaði þessari ákvörðun og sagði hana komið í veg fyrir að gert yrði grín að lýðræði Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpi í dag að ómögulegt væri að vera „flóttamaður í Belgíu og búast við því að geta orðið forseti lýðræðislegrar stofnunar“.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira