Enski boltinn

Jón Daði og Birkir tryggðu liðum sínum sigra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir Bjarnason hefur heldur betur náð að snúa gengi sínu við, en aðeins fáum vikum eftir að hann var að leita á önnur mið hefur hann unnið sér inn sæti í byrjunarliði Villa og er að skila frábærum árangri
Birkir Bjarnason hefur heldur betur náð að snúa gengi sínu við, en aðeins fáum vikum eftir að hann var að leita á önnur mið hefur hann unnið sér inn sæti í byrjunarliði Villa og er að skila frábærum árangri vísir/getty
Íslensku landsliðsmennirnir voru í aðalhlutverki með liðum sínum í ensku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö marka Reading sem vann Burton Albion 1-3 á útivelli.

Selfyssingurinn kom Reading yfir eftir 20. mínútna leik og voru gestirnir með forystu í hálfleik. Lucas Akins jafnaði metin úr vítaspyrnu á 51. mínútu en Chris Gunter kom Reading aftur yfir aðeins sex mínútum seinna.

Jón Daði var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann skoraði annað mark sitt og gulltryggði sigur Reading.

Birkir Bjarnason lagði upp sigurmark Aston Villa gegn Sheffield United á útivelli.

Eftir markalausar 90. mínútur, sem þó sáu fjöldan allan af marktækifærum, sendi Birkir boltann fyrir markið þar sem Robert Snodgrass var mættur og tryggði Villa sigurinn.

Aston Villa er nú aðeins einu stigi frá öðru sætinu í Championship deildinni. Reading er hins vegar í baráttunni í hinum enda deildarinnar, eru í 18. sæti, sex stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×