Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Carles Puigdemont vill nýta tæknina til að stýra frá Brussel. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira