Fótbolti

Fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Armfield bar fyrirliðabandið í fimmtán af 43 landsleikjum sínum.
Jimmy Armfield bar fyrirliðabandið í fimmtán af 43 landsleikjum sínum. Vísir/Getty
Jimmy Armfield, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins og framkvæmdastjóri Leeds, er látinn, 82 ára að aldri.

Hann var í hóp landsliðsins þegar Englendingar tryggði sér heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu á heimavelli árið 1966.

Armfield spilaði einungis með einu félagsliði, Blackpool, á sautján ára atvinnumannaferli sínum. Hann bar fyrirliðabandið í fimmtán af þeim 43 leikjum sem hann lék með enska landsliðinu.

Armfield lék ekki leik á HM 1966 vegna támeiðsla en fékk loks medalíu árið 2009 þegar ákvörðun var tekin um að allir sem voru hópnum skyldu fá medalíu.

Tók við af Brian Clough

Hann gerðist þjálfari Bolton Wanderers árið 1971. Þremur árum síðar var hann ráðinn framkvæmdastjóri Leeds þar sem hann tók við stöðunni af goðsögninni Brian Clough eftir stutta en stormasama stjóratíð Clough.

Armfield stýrði Leeds-liðinu alla leið í úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1974 til 1975 þar sem Leeds beið lægri hlut fyrir Bayern München, 2-0. Úrslitaleikurinn fór fram á Parc de Princes í París.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.