Vegum lokað víða um land vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 22:09 Gul viðvörun er nú í gildi á nánast landinu öllu meðan vetrarveður gengur yfir með tilheyrandi ofankomu og skafrenningi. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum.
Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49