Kínverskum konum gengur illa að koma #metoo í gegnum ritskoðendur internetsins Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 14:27 Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Vísir/Getty Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála. MeToo Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira
Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála.
MeToo Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira