Gylfi fékk viðurkenningu fyrir 200 leiki: Styttist í Eið Smára á tveimur vígstöðvum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson verður brátt búinn að koma að fleiri mörkum en Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, fékk viðurkenningu frá ensku úrvalsdeildinni í gær fyrir að vera búinn að spila 200 leiki í deildinni. Gylfi spilaði 200. leikinn á móti Chelsea á Þorláksmessu en hann endaði með markalausu jafntefli. Hann er nú í heildina búinn að spila 204 leiki í ensku úrvalsdeildinni. „Það er frábært að ná þessum áfanga. Ég hef notið hverrar einustu mínútu á Englandi og ég er ánægður með að hafa náð 200 leikjum,“ segir Gylfi í stuttu viðtali á heimasíðu Everton. Gylfi spilaði fyrst á Englandi seinni hluta tímabilsins 2011/2012 þegar að hann kom á láni til Swansea frá Hoffenheim. Hann fór þá á kostum og skoraði sjö mörk í 18 leikjum. Hann var kjörinn leikmaður mánaðarins í mars 2012 og er enn í dag eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þá nafnbót.@premierleague appearances up for Gylfi Sigurdsson. Tough question - but pick your favourite from these goals this season. #EFChttps://t.co/7F8yUXL5ffpic.twitter.com/BmFmcjWvJt — Everton (@Everton) January 24, 2018 Hafnfirðingurinn gekk í raðir Tottenham sumarið 2012 og spilaði þar til 2014 þegar að hann fór aftur til Swansea og spilaði þar í þrjú ár áður en hann gekk í raðir Everton í sumar. Gylfi er þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni en það styttist í að hann komist upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen sem spilaði 211 leiki fyrir Chelsea, Stoke, Tottenham og Fulham. Það styttist bæði í að Gylfi verði búinn að spila fleiri leiki en Eiður og einnig að hann verði búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti en Eiður Smári. Eiður skoraði 55 mörk og lagði upp önnur 28 á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og kom því með beinum hætti að 83 mörkum. Gylfi Þór hefur skorað 45 mörk og lagt upp önnur 35 og hefur því komið með beinum hætti að 80 mörkum. Gylfi á enn þá langt í land með að verða leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni en þar trónir Hermann Hreiðarsson á toppnum með 332 leiki fyrir Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Portsmouth. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, fékk viðurkenningu frá ensku úrvalsdeildinni í gær fyrir að vera búinn að spila 200 leiki í deildinni. Gylfi spilaði 200. leikinn á móti Chelsea á Þorláksmessu en hann endaði með markalausu jafntefli. Hann er nú í heildina búinn að spila 204 leiki í ensku úrvalsdeildinni. „Það er frábært að ná þessum áfanga. Ég hef notið hverrar einustu mínútu á Englandi og ég er ánægður með að hafa náð 200 leikjum,“ segir Gylfi í stuttu viðtali á heimasíðu Everton. Gylfi spilaði fyrst á Englandi seinni hluta tímabilsins 2011/2012 þegar að hann kom á láni til Swansea frá Hoffenheim. Hann fór þá á kostum og skoraði sjö mörk í 18 leikjum. Hann var kjörinn leikmaður mánaðarins í mars 2012 og er enn í dag eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þá nafnbót.@premierleague appearances up for Gylfi Sigurdsson. Tough question - but pick your favourite from these goals this season. #EFChttps://t.co/7F8yUXL5ffpic.twitter.com/BmFmcjWvJt — Everton (@Everton) January 24, 2018 Hafnfirðingurinn gekk í raðir Tottenham sumarið 2012 og spilaði þar til 2014 þegar að hann fór aftur til Swansea og spilaði þar í þrjú ár áður en hann gekk í raðir Everton í sumar. Gylfi er þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni en það styttist í að hann komist upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen sem spilaði 211 leiki fyrir Chelsea, Stoke, Tottenham og Fulham. Það styttist bæði í að Gylfi verði búinn að spila fleiri leiki en Eiður og einnig að hann verði búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti en Eiður Smári. Eiður skoraði 55 mörk og lagði upp önnur 28 á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og kom því með beinum hætti að 83 mörkum. Gylfi Þór hefur skorað 45 mörk og lagt upp önnur 35 og hefur því komið með beinum hætti að 80 mörkum. Gylfi á enn þá langt í land með að verða leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni en þar trónir Hermann Hreiðarsson á toppnum með 332 leiki fyrir Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Portsmouth.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira