Fótbolti

Pamela flutt inn til Rami í Frakklandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pamela á leik hjá Marseille í vetur.
Pamela á leik hjá Marseille í vetur. vísir/getty

Kvikmyndastjarnan Pamela Anderson er flutt til Frakklands og inn til unnusta síns, franska landsliðsmannsins Adil Rami.

Pamela hefur ákveðið að setja lúxusvillu sína í Malibu á leigu og hefur komið sér vel fyrir hjá Rami í Marseille. Þau hittust fyrst á Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á síðasta ári.

Nokkur aldursmunur er á parinu. Pamelu er fimmtug en Rami 32 ára. Ástin hefur nú aldrei spurt um aldur.

Baywatch-stjarnan fyrrverandi hefur verið fastagestur á heimaleikjum Marseille í vetur. Ljósmyndurum til mikillar gleði.

Rami undirbýr sig fyrir leik með Marseille. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.