Enski boltinn

Hörður Björgvin og félagar komust í 4. sætið með sigri

Hörður í leik með Bristol.
Hörður í leik með Bristol. vísir/getty
Hörður Björgvin og félagar komust upp í 4. sæti Championship deildarinnar í dag er liðið sigraði QPR 2-0.

Hörður Björgvin byrjaði á bekknum en hann byrjaði inná í deildarbikarnum gegn Manchester City í vikunni.

Eina marktæka sem gerðist í fyrri hálfleiknum var þegar Nathan Baker, leikmaður Bristol, fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu. Engin mörk voru skoruð og því markalaust í leikhlé.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með miklum látum hinsvegar þar sem að Famara Diedhiou skoraði strax á fyrstu mínútu og kom sínum mönnum yfir.

Það var síðan Joe Bryan sem skoraði annað mark Bristol á 66. mínútu og innsiglaði sigur liðsins. Hörður Björgvin spilaði um það bil 20 mínútu en hann kom inná sem varamaður á 67. mínútu.

Úrslit dagsins:

Barnsley 1-2 Fulham

Brentford 0-1 Norwich

Bristol 2-0 QPR

Ipswich 0-1 Wolverhampton Wanderers


Tengdar fréttir

City örugglega áfram í úrslitin

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City tóku á móti Manchester City í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. City vann fyrri leikinn 2-1 og fór með 3-2 sigur í kvöld, vann því samanlagt 5-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×