Fótbolti

Segir BBC frá ótrúlegu ferðalagi sínu úr flóttamannabúðum í ensku úrvalsdeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nadia Nadim fagnar marki á EM 2017.
Nadia Nadim fagnar marki á EM 2017. Vísir/Getty
Danska landsliðskonan Nadia Nadim er nú kominn til enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og sagan henna hefur enn á ný vakið mikla athygli.

Nadia Nadim er ein af hetjum danska landsliðsins sem komst í úrslitaleik EM síðasta sumar en hún hefur síðustu ár verið liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá bandaríska meistunum í Portland Thorns.

Nadia Nadim hitti Jo Currie á BBC Sport og fór yfir sögu sína en það er hægt að sjá innslagið á BBC hér fyrir neðan.





Nadia Nadim flúði frá Afganistan með móður sinni og fjórum systrum þegar hún var aðeins tólf ára gömul en það var árið 2000. Talibanar höfðu þá tekið föður hennar af lífi.  

Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún fór síðan að spila fótbolta. Hún hefur verið landsliðskona frá 2009 og á að baki 22 mörk í 75 landsleikjum.

Auk þess að spila fóbolta hefur Nadia Nadim einnig verið í læknisnámi meðfram boltanum.

Draumur hennar er núna að vinna Meistaradeildina með Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×