Fótbolti

Numancia náði í jafntefli á Bernabéu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Numancia fagna marki í kvöld.
Leikmenn Numancia fagna marki í kvöld. vísir/getty
Real Madrid gerði 2-2 jafntefli við B-deildarlið Numancia á heimavelli í kvöld í 16-liða úrslitum  spænska konungbikarsins.

Madrídingar stilltu upp varaliði sínu í kvöld enda með 3-0 forystu eftir fyrri leik liðanna. Lucas Vasquez kom Real yfir á elleftu mínútu, en Guillermo jafnaði fyrir hlé.

Vasquez kom Real svo aftur yfir á 59. mínútu, en Guillermo var ekki hættur og jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok og þar við sat. 2-2 og samanlagt 5-2 sigur Real.

Real er því komið í átta liða úrslit bikarsins, en liðið er 16 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni svo þeir eru líklega ólmir í að tryggja sér spænska bikarinn auk Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×