Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2018 20:33 Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. Þegar lögregla kom að heimili hjónanna fundu þau börn hjónanna á aldrinum tveggja til tuttugu og níu ár. Þau voru öll vannærð og höfðu sum þeirra verið hlekkjuð við rúm sín. „Á þeim tímum sem við lifum er leitt að sjá þetta. Það er átakanlegt fyrir starfsfólkið, það er bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Mark Uffer framkvæmdastjóri heilsugæslunnar sem tók á móti börnunum. Þeim sé nú sinnt af mikilli nærgætni. Hjónin, David Allen Turpin 57 ára og Lousie Anna Turpin 49 ára bjuggu í bænum Perris rúmlega hundrað kílómetra austur af Los Angeles. Þau höfðu skráð dagskóla í húsi sínu og heimilisföðurinn var skráður skólastjóri. Það fór hins vegar mjög lítið fyrir fólkinu í húsinu að sögn Kimberly Milligan einum nágranna hjónanna. „Þetta var svona fólk sem maður kynnist lítið. Þau voru mjög mikið út af fyrir sig og á vissan hátt eins og klíka,“ segir Milligan. Það var 17 ára dóttir hjónanna sem slapp út með farsíma foreldra sinna og lét lögreglu vita. Foreldrarnir hafa verið ákærðir fyrir pyndingar og fyrir að stefna lífi barna í hættu. „Maður sá krakkana stundum koma út úr bílnum og fara beint inn í húsið, það var allt og sumt. Ég sá krakkana aldrei eina. Foreldrarnir voru alltaf nálægir,“ segir Milligan. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. Þegar lögregla kom að heimili hjónanna fundu þau börn hjónanna á aldrinum tveggja til tuttugu og níu ár. Þau voru öll vannærð og höfðu sum þeirra verið hlekkjuð við rúm sín. „Á þeim tímum sem við lifum er leitt að sjá þetta. Það er átakanlegt fyrir starfsfólkið, það er bara ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Mark Uffer framkvæmdastjóri heilsugæslunnar sem tók á móti börnunum. Þeim sé nú sinnt af mikilli nærgætni. Hjónin, David Allen Turpin 57 ára og Lousie Anna Turpin 49 ára bjuggu í bænum Perris rúmlega hundrað kílómetra austur af Los Angeles. Þau höfðu skráð dagskóla í húsi sínu og heimilisföðurinn var skráður skólastjóri. Það fór hins vegar mjög lítið fyrir fólkinu í húsinu að sögn Kimberly Milligan einum nágranna hjónanna. „Þetta var svona fólk sem maður kynnist lítið. Þau voru mjög mikið út af fyrir sig og á vissan hátt eins og klíka,“ segir Milligan. Það var 17 ára dóttir hjónanna sem slapp út með farsíma foreldra sinna og lét lögreglu vita. Foreldrarnir hafa verið ákærðir fyrir pyndingar og fyrir að stefna lífi barna í hættu. „Maður sá krakkana stundum koma út úr bílnum og fara beint inn í húsið, það var allt og sumt. Ég sá krakkana aldrei eina. Foreldrarnir voru alltaf nálægir,“ segir Milligan.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent