Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 10:30 Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Vísir/Getty Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir. Bandaríkin Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir.
Bandaríkin Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira