Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 10:30 Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Vísir/Getty Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir. Bandaríkin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir.
Bandaríkin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira