Innlent

Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs

Atli Ísleifsson skrifar
Ágústa Johnson og Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu.
Ágústa Johnson og Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu. Vísir/Atli

Mikið var um dýrðir þegar fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld.

Á annað hundrað manns var boðið – fólk úr hinum ýmsu geirum íslensks og sænsks þjóðlífs. Þriggja daga opinber heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar hófst í hádeginu.

Matseðill kvöldsins var glæsilegur þar sem boðið var upp á bleikju-confit í forrétt, smjörbakaðan þorsk, hjartarkjöt með fontant kartöflum í aðalrétt og sítrónumousse og jógúrtís í eftirrétt. Áætlað er að veisluhöldin standi til miðnættis að íslenskum tíma.

Ari Eldjárn gengur upp að Karli Svíakonungi. Vísir/Atli

Sænska konungshöllin hefur birt lista yfir alla þá sem boðið var í veisluna þar sem meðal annars mátti sjá Daníel prins, Karl Filippus prins og Sofiu eiginkonu hans, knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck, Ara Eldjárn, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Urban Ahlin, forseta sænska þingsins, Eddu Magnason leikkonu, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ágústu Johnson, Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð. auk fjölda fólks úr fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Hér má sjá gestalistann í heild sinni.

Daniel prins, Sofia og Karl Filippus prins. Vísir/Atli
Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherran, Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Ari Eldjárn. Vísir/Atli
Lars okkar heilsar Karli konungi. Vísir/Atli
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar Guðna Th. Jóhannessyni. Eliza Reid og Silvia drottning eru einnig á myndinni. Vísir/Atli
Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni. Vísir/Atli
Guðni Th. Jóhannesson, Karl Gústaf Svíakonungur, Eliza Reid og Silvia drottning ganga inn í móttökusal í konungshöllinni. Vísir/Atli
Silvia drottning og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Atli

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.