Trine segist ekki hafa gert neitt saknæmt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2018 11:00 Oddvitar stjórnarflokkanna kynntu nýju ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í gær. Siv Jensen til vinstri, Erna Solberg fyrir miðju og Trine Skei Grande til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Trine Skei Grande, nýr menningarmálaráðherra Noregs, segist ekki ætla að tjá sig um uppákomu sem varð árið 2008 en segist í viðtali við Verdens Gang telja að hún hafi ekki gert neitt saknæmt. „Ég hef lifað eðlilegu líf. Ég ólst upp í Þrændalögum. Ég hef tekið þátt í bæjarhátíðum í Þrændalögum. Þar hafa vissulega gerst hlutir sem hægt er að túlka á þann hátt að það sæmdi ekki menningarmálaráðherra. En þá var ég í allt öðru hlutverki í lífinu. Ég var á allt öðrum stað í lífinu,“ segir Grande, sem nú er 48 ára gömul og formaður Venstre. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að samfélagsmiðlar í Noregi loguðu vegna sögusagna um að hún hefði haft samræði við ungan pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins, en pilturinn er ýmist sagður hafa verið sextán eða sautján ára gamall. Bæði er sögð hafa verið drukkin og vitni hafi séð hvað gerðist. „Ég tel að ég hafi ekki gert neitt rangt. En ég vil ekki segja neitt um atvikið vegna annarra sem hlut eiga að máli. Ég skil að ég þurfi að svara til að verja mína æru. En það þarf líka að gæta að öðrum sem koma við sögu,“ segir Grande við VG. Maðurinn ungi hefur hvorki viljað veita fjölmiðlum viðtal né gefa neins konar yfirlýsingu. Fram hefur komið að Trine hafi gert Ernu Solberg forsætisráðherra grein fyrir málavöxtum í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í mánuðinum. „Eðlilegt er að ráðherrar tali um erfiða hluti. Trine hefur verið algjörlega opin við mig um þetta mál. Hún er ráðherra í dag. Ég hef sagt að það sem við höfum talað um okkar á milli verður á milli okkar. En það eru auðvitað skýr skilaboð að hún situr í ríkisstjórn í dag,“ sagði Erna Solberg. -Útskýrði hún málið fyrir þér í smáatriðum? „Já. Hún sagði mér hvað hafði gerst, út frá sinni hlið. En ég fer ekki út í það," svaraði Solberg. Tengdar fréttir Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra skyggja hins vegar á stjórnarskiptin. 17. janúar 2018 21:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Trine Skei Grande, nýr menningarmálaráðherra Noregs, segist ekki ætla að tjá sig um uppákomu sem varð árið 2008 en segist í viðtali við Verdens Gang telja að hún hafi ekki gert neitt saknæmt. „Ég hef lifað eðlilegu líf. Ég ólst upp í Þrændalögum. Ég hef tekið þátt í bæjarhátíðum í Þrændalögum. Þar hafa vissulega gerst hlutir sem hægt er að túlka á þann hátt að það sæmdi ekki menningarmálaráðherra. En þá var ég í allt öðru hlutverki í lífinu. Ég var á allt öðrum stað í lífinu,“ segir Grande, sem nú er 48 ára gömul og formaður Venstre. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að samfélagsmiðlar í Noregi loguðu vegna sögusagna um að hún hefði haft samræði við ungan pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins, en pilturinn er ýmist sagður hafa verið sextán eða sautján ára gamall. Bæði er sögð hafa verið drukkin og vitni hafi séð hvað gerðist. „Ég tel að ég hafi ekki gert neitt rangt. En ég vil ekki segja neitt um atvikið vegna annarra sem hlut eiga að máli. Ég skil að ég þurfi að svara til að verja mína æru. En það þarf líka að gæta að öðrum sem koma við sögu,“ segir Grande við VG. Maðurinn ungi hefur hvorki viljað veita fjölmiðlum viðtal né gefa neins konar yfirlýsingu. Fram hefur komið að Trine hafi gert Ernu Solberg forsætisráðherra grein fyrir málavöxtum í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í mánuðinum. „Eðlilegt er að ráðherrar tali um erfiða hluti. Trine hefur verið algjörlega opin við mig um þetta mál. Hún er ráðherra í dag. Ég hef sagt að það sem við höfum talað um okkar á milli verður á milli okkar. En það eru auðvitað skýr skilaboð að hún situr í ríkisstjórn í dag,“ sagði Erna Solberg. -Útskýrði hún málið fyrir þér í smáatriðum? „Já. Hún sagði mér hvað hafði gerst, út frá sinni hlið. En ég fer ekki út í það," svaraði Solberg.
Tengdar fréttir Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra skyggja hins vegar á stjórnarskiptin. 17. janúar 2018 21:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra skyggja hins vegar á stjórnarskiptin. 17. janúar 2018 21:00