Afleitt vetrarveður í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2018 06:18 Það mun blása og kólna næstu daga. Vísir/Ernir Þó svo að mörgum Íslendingum kunni að hafa verið kalt í morgun ættu þeir að dúða sig enn betur ef marka má kort Veðurstofunnar. Að sögn veðurfræðings sést aðeins „leiðindavetrarveður“ í kortunum næstu vikurnar - „og ekki orð um það meir,“ eins og hann kemst að orði. Það verður þó hið þokkalegasta veður í upphafi helgarinnar. Norðankaldi í dag með ofankomu norðan og austanlands en annars bjartviðri og nokkuð frost um land allt. Gera má ráð fyrir því að það verði á bilinu 0 til 8 stig í dag en aukist svo næstu daga. Síðan kemur til með að lægja á morgun og létta til. Allkröpp lægð nálgast þó landið sunnan úr hafi og á sunnudagsmorgun mun ganga í austanstorm með slyddu eða snjókomu syðst á landinu þegar líður á daginn. Hitinn við suðurströndina ætti að vera um frostmark en annars staðar á landinu verður „talsvert frost.“Veðurhorfur á landinuÍ dag:Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast NV-til. Sjókoma eða él á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra. Bætir í vind V-til með kvöldinu. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Lægir heldur og léttir víða til á morgun, en áfram dálítil él nyrst og kólnar í veðri.Á laugardag:Norðan 8-13 m/s NV-lands framan af degi, en annars hæg breytileg átt. Él á N-verðu landinu, en bjart að mestu syðra. Frost 2 til 12 stig, kaldast í uppsveitum.Á sunnudag:Gengur í austan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu á SA-verði landinu, hvassast syðst, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark við S-ströndina, en annars talsvert frost.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en þurrt að mestu SV-lands. Heldur hlýnandi veður í bili.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir hvassar norðanáttir með ofankomu, en lengst af úrkomulítið sunnan heiða. Áfram kalt í veðri.Á fimmtudag:Dregur líklega úr vindi og rofar til, en áfram kalt í veðri. Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Þó svo að mörgum Íslendingum kunni að hafa verið kalt í morgun ættu þeir að dúða sig enn betur ef marka má kort Veðurstofunnar. Að sögn veðurfræðings sést aðeins „leiðindavetrarveður“ í kortunum næstu vikurnar - „og ekki orð um það meir,“ eins og hann kemst að orði. Það verður þó hið þokkalegasta veður í upphafi helgarinnar. Norðankaldi í dag með ofankomu norðan og austanlands en annars bjartviðri og nokkuð frost um land allt. Gera má ráð fyrir því að það verði á bilinu 0 til 8 stig í dag en aukist svo næstu daga. Síðan kemur til með að lægja á morgun og létta til. Allkröpp lægð nálgast þó landið sunnan úr hafi og á sunnudagsmorgun mun ganga í austanstorm með slyddu eða snjókomu syðst á landinu þegar líður á daginn. Hitinn við suðurströndina ætti að vera um frostmark en annars staðar á landinu verður „talsvert frost.“Veðurhorfur á landinuÍ dag:Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast NV-til. Sjókoma eða él á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra. Bætir í vind V-til með kvöldinu. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Lægir heldur og léttir víða til á morgun, en áfram dálítil él nyrst og kólnar í veðri.Á laugardag:Norðan 8-13 m/s NV-lands framan af degi, en annars hæg breytileg átt. Él á N-verðu landinu, en bjart að mestu syðra. Frost 2 til 12 stig, kaldast í uppsveitum.Á sunnudag:Gengur í austan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu á SA-verði landinu, hvassast syðst, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark við S-ströndina, en annars talsvert frost.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en þurrt að mestu SV-lands. Heldur hlýnandi veður í bili.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir hvassar norðanáttir með ofankomu, en lengst af úrkomulítið sunnan heiða. Áfram kalt í veðri.Á fimmtudag:Dregur líklega úr vindi og rofar til, en áfram kalt í veðri.
Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira