Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 15:56 Tjónið er tilfinnanlegt en ekki bara er pelsinn verðmætur sem slíkur heldur hvarf með honum sími og hús- og bíllyklar. Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar. Lögreglumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar.
Lögreglumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira