Innlent

Mesta umferðaraukningin á Suðurlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Árlegur vöxtur í umferð frá árinu 2012 telst mjög mikill miðað við árin á undan.
Árlegur vöxtur í umferð frá árinu 2012 telst mjög mikill miðað við árin á undan. Vísir/Vilhelm
Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent miðað við sama mánuð árið 2016. Á öllu árinu 2017 hefur umferðin hefur aukist um 10,6 prósent miðað við árið 2016. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þetta næst mesta aukning yfir 16 mælisnið þeirra á landinu frá upphafi þessarar samantektar.

Á milli áranna 2016 og 2017 jókst umferðin mest um Suðurland eða um 15,5 prósent en minnst jókst umferðin á Austurlandi eða um 8,6 prósent. Ef litið er á einstaka mælisnið jókst umferðin mest um Mýrlandssand, eða um 24,4 prósent. Mest er ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Hér má sjá umferðina í hverjum mánuði.Skjáskot/Vegagerðin
„Fyrir árið í heild hefur umferðin nú aukist um 3,4% á ári að jafnaði frá árinu 2005, sem telja verður hóflegur vöxtur, en frá árinu 2012 hefur árlegur vöxtur numið um 7,6%, sem telja verður mjög mikill fyrir áður nefnt tímabil,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×