Jói Berg: Vil skora fleiri mörk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. janúar 2018 09:30 Jóhann Berg er hér í baráttu við Luke Shaw á Old Trafford. vísir/getty Jóhann Berg Guðmundsson vonast eftir því að mark hans á móti Liverpool á nýársdag verði það fyrsta af mörgum, en markið var aðeins hans annað á einu og hálfu ári í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að tala um það að ég vilji skora mörk og það var mjög góð tilfinning að skora,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Burnley Express. Mark hans kom eftir fyrirgjöf frá Charlie Taylor sem Sam Vokes framlengdi á kollinn á Jóhanni undir lok seinni hálfleiks á Turf Moor. Þó það hafi verið fyrsta mark Jóhanns á tímabilinu þá hefur hann verið duglegur að skapa fyrir félaga sína og er með fimm stoðsendingar í deildinni. „Svo lengi sem ég er að búa til færi eða skora mörk þá er ég ánægður. Ég er með nokkrar stoðsendingar og vil halda því áfram, en vonandi munu nokkur mörk fylgja þessu eftir.“ „Ég vil skora fleiri mörk og búa til fleiri mörk. Ég reyni mitt besta í hverjum leik, þannig er andinn hjá okkur, við gefum 120 prósent í alla leiki.“ Burnley hefur komið á óvart á tímabilinu og situr í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal í 6. sæti. „Við höfum spilað vel gegn stóru liðunum á tímabilinu og við viljum halda áfram. Það sýnir hversu langt við erum komnir að við hræðumst engan og förum bara út á völlinn til þess að spila fótbolta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Knattspyrnustjóri Jóhanns hrósaði frammistöðu hans í leiknum gegn Liverpool og sagði hann vera lifandi dæmi um þróun félagsins. „Jóhann var mjög góður. Hann fann fyrir verkjum í kálfanum í hálfleik en ég bað hann um að halda áfram og vera stór leikmaður fyrir okkur og hann gerði það. Hann er að þroskast og verða mjög góður leikmaður, hann er að bæta sig á öllum sviðum,“ sagði Sean Dyche. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson vonast eftir því að mark hans á móti Liverpool á nýársdag verði það fyrsta af mörgum, en markið var aðeins hans annað á einu og hálfu ári í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að tala um það að ég vilji skora mörk og það var mjög góð tilfinning að skora,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Burnley Express. Mark hans kom eftir fyrirgjöf frá Charlie Taylor sem Sam Vokes framlengdi á kollinn á Jóhanni undir lok seinni hálfleiks á Turf Moor. Þó það hafi verið fyrsta mark Jóhanns á tímabilinu þá hefur hann verið duglegur að skapa fyrir félaga sína og er með fimm stoðsendingar í deildinni. „Svo lengi sem ég er að búa til færi eða skora mörk þá er ég ánægður. Ég er með nokkrar stoðsendingar og vil halda því áfram, en vonandi munu nokkur mörk fylgja þessu eftir.“ „Ég vil skora fleiri mörk og búa til fleiri mörk. Ég reyni mitt besta í hverjum leik, þannig er andinn hjá okkur, við gefum 120 prósent í alla leiki.“ Burnley hefur komið á óvart á tímabilinu og situr í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal í 6. sæti. „Við höfum spilað vel gegn stóru liðunum á tímabilinu og við viljum halda áfram. Það sýnir hversu langt við erum komnir að við hræðumst engan og förum bara út á völlinn til þess að spila fótbolta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Knattspyrnustjóri Jóhanns hrósaði frammistöðu hans í leiknum gegn Liverpool og sagði hann vera lifandi dæmi um þróun félagsins. „Jóhann var mjög góður. Hann fann fyrir verkjum í kálfanum í hálfleik en ég bað hann um að halda áfram og vera stór leikmaður fyrir okkur og hann gerði það. Hann er að þroskast og verða mjög góður leikmaður, hann er að bæta sig á öllum sviðum,“ sagði Sean Dyche.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira