Erlent

32 saknað eftir árekstur tveggja skipa

Atli Ísleifsson skrifar
Átta kínvesk skip taka þátt í leitinni að skipverjunum.Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Átta kínvesk skip taka þátt í leitinni að skipverjunum.Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
32 manna er saknað eftir að olíuflutningaskip rakst á vöruflutningaskip undan ströndum Kína í nótt. Mikill eldur kom upp í olíuflutningaskipinu Sanchi, sem er skráð í Panama en var á leið frá Íran, eftir áreksturinn.

Alls eiga um 136 þúsund tonn af olíu að hafa verið í skipinu. Á myndum sem birtar hafa verið í kínverskum fjölmiðlum má sjá mikinn eld og gríðarlegan reyk leggja frá skipinu sem er 274 metra langt.

Þrjátíu af 32 mönnum um borð í olíuflutningaskipinu eru íranskir og tveir frá Bangladess. Leit að áhöfninni stendur nú yfir.

21 Kínverja sem var um borð í vöruflutningaskipinu hefur verið bjargað.

Olíuflutningaskipið var á leið til Suður-Kóreu þegar það rakst á vöruflutningaskipið sem var að flytja 64 þúsund tonn af korni.

Átta kínversk björgunarskip taka þátt í leikinni og þá hafa yfirvöld í Suður-Kóreu sent flugvél og gæsluskip til að aðstoða í leitinni. Áreksturinn varð um 300 kílómetrum austur af Shanghai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×