Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 16:22 Mun Oprah Winfrey feta í fótspor Barack Obama? Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur „nánum vinum“ hennar. Winfrey varð í nótt nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni. Þakkarræða hennar var tilfinningaþrungin og innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Ræðan hefur vakið mikla athygli í dag og hefur myllumerkið #WinfreyObama2020 dreist eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem Winfrey er hvött til þess að bjóða sig fram til forseta þegar kosið verður árið 2020. Heimildarmenn CNN segja að nánir samstarfsmenn hennar hafi á undanförnum vikum og mánuðum hvatt hana til þess að bjóða sig fram og er hún sem fyrr segir sögð vera alvarlega að íhuga framboð. Í frétt CNN segir að frægð og ríkidæmi Winfrey myndi án efa gera hana að sterkum frambjóðanda fyrir demókrata en óljóst sé þó hvort að Bandaríkjamenn gætu hugsað sér að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta tvisvar í röð. Athygli vekur þó að Winfrey hefur áður útilokað að hún myndi bjóða sig fram í kosningum, síðast í desember á síðasta ári. „Ég mun aldrei sækjast eftir opinberu embætti,“ sagði Winfrey þá í viðtali við Hollywood Reporter. Hún hefur þó nægan tíma til þess að ákveða sig en ólíklegt er að formleg kosningabarátta þeirra sem ætla að bjóða sig fram fyrir demókrata hefjist fyrr en eftir þingkosningar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða í nóvember. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur „nánum vinum“ hennar. Winfrey varð í nótt nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni. Þakkarræða hennar var tilfinningaþrungin og innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Ræðan hefur vakið mikla athygli í dag og hefur myllumerkið #WinfreyObama2020 dreist eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem Winfrey er hvött til þess að bjóða sig fram til forseta þegar kosið verður árið 2020. Heimildarmenn CNN segja að nánir samstarfsmenn hennar hafi á undanförnum vikum og mánuðum hvatt hana til þess að bjóða sig fram og er hún sem fyrr segir sögð vera alvarlega að íhuga framboð. Í frétt CNN segir að frægð og ríkidæmi Winfrey myndi án efa gera hana að sterkum frambjóðanda fyrir demókrata en óljóst sé þó hvort að Bandaríkjamenn gætu hugsað sér að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta tvisvar í röð. Athygli vekur þó að Winfrey hefur áður útilokað að hún myndi bjóða sig fram í kosningum, síðast í desember á síðasta ári. „Ég mun aldrei sækjast eftir opinberu embætti,“ sagði Winfrey þá í viðtali við Hollywood Reporter. Hún hefur þó nægan tíma til þess að ákveða sig en ólíklegt er að formleg kosningabarátta þeirra sem ætla að bjóða sig fram fyrir demókrata hefjist fyrr en eftir þingkosningar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða í nóvember.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18